You are currently viewing Þórarinn Bjarnason Nýjabæ

Þórarinn Bjarnason Nýjabæ

Þar bjó Þórarinn Bjarnason, myndarlegur maður, hár vexti en eigi þrekinn. Hann var faðir Guðfinns formanns er fórst í Einarshafnarsundi 5. apríl 1927, við 8. mann. Kona Þórarins var Kristín Guðmundsdóttir, sem orð lék á að væri laundóttir Hannesar Sigurðssonar, Þorgrímssonar Bergssonar frá Brattsholti, er lengi bjó á Litluháeyri. og síðar verður getið, enda var hún lík Hannesi í sjón og svo hafði hann eignast launbarn með móður Kristínar áður, er Oddný hét og fluttist til Ameríku. Synir þeirra Þórarins og Kristínar voru og Bjarnfinnur (nú dáinn) og Karel. Þórarinn var hæglætismaður og bæði voru þau hjón hin myndarlegustu og synir þeirra einnig.