Stefán Jónsson Torfabæ

Stefán Jónsson Torfabæ

Stefán Jónsson bjó í Torfabæ, bróðir Péturs (Pésa litla); hann var sonur Jóns er nefndur var Jón „tólg“ og Guðríðar Þorsteinsdóttur er kölluð var Gudda „trompa“ – flestir hlutu þá einhver aukanefni eins og áður er sagt. – bæði voru þú Jón og Guðríður vínhneigð mjög  og svo urðu einni synir þeirra, Stefán og Pétur, en mér er óhætt að segja, að allt var þetta fólk, eins og nær allir aðrir Eyrbekkingar, ráðvant fólk, vel innrætt og góðar manneskjur, duglegt til vinnu og skylduræknar. Hann var annað, að vínnautnin var þeim eigi síður en öðrum til mikils baga og óhagræðis og því var frekar litið niður til þessa fólks og annarra er líkt stóð á fyrir, en að rétta þeim hjálparhönd og draga þau upp úr feninu. Svo var drykkjuskapur þeirra Jóns og Stefáns mikill, að báðir dóu þeir skyndilega og var sagt að „logað hefði upp úr þeim“.

Kona Stefáns var Guðrún Sveinsdóttir er lengi var vinnukona hjá foreldrum mínum þegar ég var barn að aldri, svo ungur, að ég gat eigi nefnt nafn hennar rétt, heldur kallaði ég hana Galla-Dúnt (átti það vera gamla Guðrún því önnur Guðrún kom síðar).Mér þótti undur vænt um „Galla-Dúnt“ mína, Jón bróður hennar og Sesselju systur hennar. Móðir hennar var Ásdís Ormsdóttir, systir Magnúsar og Gests Ormsona og þarf þá eigi að segja frekar til um ágæti ættarinnar og innræti. Ég vildi óska þess, að allar konur og allir menn væri eins og þau voru öll. Ágætar manneskjur og góðir vinir.

Close Menu