Sigurður Jónsson í Akri, bróðir Helga, átti Viktoríu, dóttur Þorkels í Óseyrarnesi. Meðal barna þeirra eru þeir sjógarparnir Jón og Kolbeinn Sigurðssynir togaraskipstjórar. Sigurður í Akri var lengi formaður í Þorlákshöfn og á Eyrarbakka. Hann var bæði aflamaður mikill og sjósóknari; var lipurð hans, glaðlyndi og hlýlegt var viðmót að því var viðbrugðið. Hann andaðist 12. ágúst 1901, 44 ára að aldri og var harmdauði allra þeirra er nokkur kynni höfðu af honum haft. Hann var um tíma verslunarmaður á Eyrarbakka og stundaði vegagjörðarstörf á stundum þótt aðalatvinna hans væri sjómennska. Önnur börn þeirra voru Ólafur, sjómaður og Hansína kona Þorleifs alþingismanns Guðmundssonar. Þau Sigurður og Viktoría þóttu á sínum tíma bera af flestum örðum fyrir ýmsra hluta saki, hann að hóglegur glaðlyndi, góðsemi og lipurð, en hún að staðfestu og ráðdeild, og bæði voru þau með afbrigðum fríð sínum. Sigurður var í meðallagi hár vexti, þéttlimaður ljósleitur og lék á alls oddi af fjöri og kátínu. Líktist hann mest þeirra bræðra móður sinni í útliti, en allir voru þeir, eins og hún, góðsemin sjálf og veglyndið.