Páll Hróbjartsson Gerðum

Páll Hróbjartsson Gerðum

Um þau öll mætti í raun og veru segja, að þau væru einangruð frá öllum örðum: um heimilishag þeirra vissu fáir, Þau gáfu sig lítið að öðrum, lokuðu bæ sínum dag sem nætur og lifðu lífi sínu í algjörri kyrrþey. Hvort þau hafi verið nísk eða veitul vissi enginn nema þá sá, er það kom fram við, en áreiðanleg voru þau í viðskiftum og vandaðar manneskjur. Bæði voru þau hjónin viðfeldin í tali og ræðin, vinnusöm voru þau öll og sparsöm; héldu margir að þau væru efnuð vel, en naumast mun svo hafa verið. Þau voru bjargálna menn og áttu oft fyrningar af heyjum, enda fénaður þeirra fár. Ýmsir nefndu bæ þeirra „Góðgerðastaði“ og var það vitanlega í háði. Menn höfðu ekki ávalt tök á því þá, að standa úti fyrir dyrum og kalla til snáfandi og sníkjandi manna um að „gera svo vel að ganga í bæinn“ og þiggja góðgerðir.

Páll í Gerðum var góður nágranni, landseti föður míns og fór ávalt vel á með þeim. Páll andaðist 6. des. 1903 72 ára, en hvenær Þorbjörg féll frá veit ég ekki; vísa ein eftir Magnús Teitsson bendir til þess að hún hafi lifað Pál. Vísan er þannig:

Tobba í Gerðum tók sér ferð á hendur
upp á háa himininn
að heyra og sjá hann Palla sinn.

Þorbjörg var ávalt nefnd „Tobba í Gerðum“. Páll einnig „Palli í Gerðum“ og Ragnheiður „Ranka í Gerðum“.

Close Menu