Ólafur Ólafsson söðlasmiður bjó í Sandprýði. Hann var bróðir Stefáns í Kotleysu og voru þeir ættaðir úr Skaftártungu. Ólafur var faðir þeirra Maríusar skáld og Helga. Kona hans var frá Seglbúðum, systir Páls lögfræðings Jónssonar. Kjartan heitir og sonur þeirra og eru þeir bræður allir starfandi menn hér í bænum. Magnús og Kjartan vinna við bæjarstörf, þó eigi í svonefndu „bæjarvinnu“ heldur sem umsjónarmenn við ýms önnur störf í bæjarfélagsins þágu, mestu ágætismenn. Ólafur í Sandprýði var þreklega vaxinn, ljós á hár og skegg, með hátt nef og fremur smá augu, blágrá að lit. Hann var hreinn í lund, og ör, sagði fátt, en hugsaði þess betur um orð sín og verk. Það sást á mörgu að hann var hreinræktaður Skaftfellingur: Ábyggilegur og trúr.