Hann var hár maður vexti, krenglulegur, en karlmannlegur þó, þunnleitur, skegglaus, með söðulbakað nef og breiðan munn. Hann var vinnusamur, nýtinn og nægjusamur og því aflaðist honum fé nokkurt, er hann fór vel með, enda varð hann jarðeigandi, en það var fátítt um vinnumenn á þeim tímum; auk þess var hann aflasamur og sjósækinn formaður. Hann átti sjóbúð sína í Eystra-Íragerði, en Hannes sína sjóbúð í Söndu, fyrir suðvestan Dvergastein