You are currently viewing Jón Sigurðsson Steinskoti

Jón Sigurðsson Steinskoti

Jón Sigurðsson bjó einnig í Steinskoti; hann var ættaður úr Grindavík, bróðir Ástríðar í Roðgúl, konu Jóns Hannessonar.Kona hans hét Ingibjörg Guðnadóttir systir Brynjólfs í Kaldbak í Hrunamannahreppi, Gísla í Laufási o.fl. Jón og Ingibjörg áttu tvo sonu, Guðna hinn sterka (Stóra-Guðna) er lengi var einn hinna fremstu formanna á Eyrarbakka, Bjarna er bjó í Steinskoti, einnig formaður, og eina dóttur, Katrínu er giftist Bjarna Bjarnasyni, bróður Gissurar á Litlahrauni, ólafs, fyrri manns Maríu Þorvarðardóttur skáldkonu, og Ólafs trésmiðs í Stíghúsi, föður Þorkels kaupm. Á Eyrarbakka

Jóni Sigurðssyni kynntist ég ekki, en man þó vel eftir honum, stórvöxnum, herðabreiðum og sterklegum, hæglátum manni, rauðbirknum á hár og skegg en sonu hans, einkum Guðna, þekki ég vel, því hann var um skeið vinnumaður fósturforeldra konu minnar, Jóns Sveinbjarnarsonar og konu hans Málfríðar Þorleifsdóttur, foreldrar Sveinbjarnar her.mfl.m í reykjavík og þeirra systkina. Guðni var líkur föður sínum að útliti öllu og enn meira þrekmenni, stilltur vel og gæfur.