Jón Jónsson Simbakoti

Jón Jónsson Simbakoti

Jón Jónsson í Simbakoti, bróðir Þorkels í Óseyrarnesi og þeirra systkina var einn meðal hinna kyrrlátu Eyrbekkinga, sokkinn niður í bækur og fræðimaður mikill, bókasafn hans var bæði mikið og merkilegt og minnir mig að hann hafi ánafnað lestrarfélagi Árnessýslu einhverju af því; hafi svo verið að bækur hans seldar einum og öðrum, er óhætt að fullyrða að því hafi verið á glæ kastað, því Lestrarfélagið leystist upp eftir að Kristján sál. Jóhannesson lét af stjórn þess. Jón í Simbakoti var smár vexti, gildur og styrkur vel; hann var stilltur maður og grandvar. Bækur hans og handrit höfðu mikinn fróðleik að geyma, sem því miður hafa farið forgörðum eftir fráfall hans.

Close Menu