Jón Adólfsson þekkti ég manna best og það frá barns aldri. Við vorum saman í barnaskólanum á Stokkseyri veturinn 1879-1880 og var Ísleifur Vernharðsson þá kennari þar. Ég hefi hvorki heyrt né við annað um Jón sagt en það, að hann er og hefir ávalt verið fyrirmyndarmaður að geðprýði, stillingu og siðprýði, bæði í orðum og störfum, ákveðin í skoðunum sínum og óhlutdrægur en fáskiftinn og dulur í skapi, áreiðanlegur í viðskiptum og réttsýnn. Hann er greindur vel og brýtur sérhvert mál til mergjar með óvenjulegri athygli og ígrundan, enda er hann hollráður maður öllum þeim er til hans leita. Í stjórnmálum er hann staðfastur og lætur ekki bifast frá sannfæringu inni, án þess þó að sýna neina óvild andstæðingi sínum og allra síst neina skoðanakúgun. Hinsvegar veit ég að hann beinlínis *ann kar (s. 46) þá menn í huga sínum og hjarta, sem ana út í einhverja vitleysuna fyrir áeggjanir og áróður annarra og eru eins og þeytispjald fyrir hvaða goluþyt sem er í þeim efnum og öðrum.
Ég var háseti Jóns um mörg ár, eftir það að ég hætti að vera með föður hans, og sýnd hann þá, þótt ungur ævir – rúmlega tvítugur – hversu góður og gætinn formaður hann var, aflasæll var hann og sérstaklega athugull um veður, brim og sjávarlag, og manna fljótastur var hann á sjó og af honum.
Jón hefir eiginlega aldrei verið heilsuhraustur; nú er hann 68 ára að aldri og virðist að sumu leyti ætla að eldast fyrir örlög fram. Væri það mikill skaði frændum hans, vinum og þjóðfélaginu ef hans missti við, því hann er hjálpsamur öllum þeim er bágt eiga, sæmilega efnaður maður, stoð og stytta fjölda manna, sem fáir vita neina tölu á, því hann fer dult með það sem annað er hann afrekar. Jón er enginn íhaldsmaður, staur eða stirðbusi, heldur er hann í raun og veru framsækinn framfaramaður, en um þetta vita einnig fáir sökum þess hve dulur hann er í skapi. Ég hefi aldrei séð Jón Adólfsson reiðast, aldrei heyrt hann tala styggðaryrði til nokkurs manns og aldri vitað hann segja annað en það, sem hann vissi sannast og réttast. Hafi hann orðið einhvers þessa var í annarra manna fari, hefir hann gengið þegjandi á brott og í mesta lagi sýnt það með augnaráði sínu eða á svip sínum hversu mikla andstyggð hann hefði á því.
Annars er Jón glaðlyndur og viðræðugóður, les mikið og fylgist vel með öllu því er fyrir hann ber. Sjaldan sést þó á honum hvort honum líkar það betur eða ver, nema þá á svipnum eða augnaráðinu og þá helst ef eitthvað gengur andlætis, að honum verður um það og reynir hann þá að bæta úr því eða leiðrétta það við hlutaðeigenda með hægð og stillingu, án þess að láta eitt orð ávítunar falla í hans garð. Hefir Jóni margoft tekist að koma ýmsu því er aflaga fer á rétta leið og á þessa lund. Hvaðeina sem ég veit að Jóni er meinilla við , er mont, spjátrungsháttur og hroki, enda er allt þetta og annað ljótt gagnsætt lundarfari hans og lífsskoðunum svo sem fremst má verða. Jón var afbragðs sögumaður á yngri árum, hafði framúrskarandi fagra og blæfallega söngrödd, en hann var tregur til að láta aðra heyra til sín og nú er hann fyrir löngur hættur því, en þykir þó gaman að söng, glímum og íþróttum enda var hann einn hinn liprasti glímumaður sjálfur á yngri árum Fékk hann þá byltu eina, bilaði við það í baki og hefir ekki borið barr sitt síðan. Var komið aftan að honum þar sem hann stóð á Hölluhóli, grjóthörðum bala og honum skellt niður á bakið, án þess að hann vissi að hann ætti þessi von. Var hann þá borinn inn og lá hann lengi í meiðslum þessum án þess að segja eitt styggðaryrði til manns þess, er þannig sveikst að honum að óvörum.
Þá vorum við Jón mörg ár saman á Eyrarbakka, hann við verslun Einars borgara en ég við Lefoliiverslun með Jóni á Loftstöðum. Leigðum við allir saman stofuna í Halldórsbæ, hjá hinum ágætu hjónum Halldóri Gíslasyni og konu hans Guðrúnu Einarsdóttur. Var það góður og skemmtilegur félagsskapur, sem mér gleymist aldrei. Sífelld sönglist, samræður og saklausar skemmtanir. Forsjónin hagaði því svo til, að ég kvæntist hinni ágætu systur Jóns, en hann bróðurdóttur minni. Um hina fyrrnefndu við ég aðeins segja það hér, að hún er í einu og öllu svo lík þessum bróður sínum, sem hún er skyld honum. Um hina vel ég segja þetta: Þórdís er eftirmynd móður minnar, ömmu sinnar: sólskinsgleði og góðleikur skín ávalt af ásjónu hennar og blíðubros af vörum. Hún er stálminnug og fróð um margt, einkum ættir manna.
Konum þessum get ég ekki lýst svo sem vera beri. Það þætti öfgakennt og yrði það máske ef ég gerði það, en betri konu, skylduræknari, hreinlegri og hreinlyndar er naust hægt að hugsa sér. Góðsemi þeirra beggja við menn og skepnur þekkja allir þeir er nokkur kynni hafa af þeim haft. Báðar eru þær hagsýnar, nýtnar og sparsamar og þó eigi nískar heldur sífellt miðlandi örðum, án þess að aðrir en þeir sem njóti, viti neitt um það. Tryggð þeirra og vinfesta við þá, menn og dýr sem þær taka upp vináttu við, getur ekki brugðist neinum, enda eru þær guðelskandi og hugsa aldrei um neitt það sem ljótt er og því síður að þær taki þátt í því. Þær eru báðar mjög hneigðar fyrir bækur og lesa þær með athygli, einkum andlegs og dularfulls efnis.