Helgi Sæmundsson

Helgi Sæmundsson

Helgi Sæmundsson var fæddur á Stokkseyri, en fluttist búferlum til Vestmannaeyja fimmtán ára gamall ásamt foreldrum sínum, Sæmundi Benediktssyni, sjómanni og verkamanni, og konu hans, Ástríði Helgadóttur. Hann hélt til Reykjavíkur og settist í Samvinnuskólann um það bil sem heimsstyrjöldin síðari var að hefjast. Sama árið og hann útskrifaðist þaðan sendi hann frá sér ljóðabókina Sól yfir sundum (1940), og henni var vel tekið, enda voru kvæði í þá daga lesin betur og af fleirum en nú; almenningur fjallaði um þau og skipti sér af þeim.

Close Menu