Hannes Sigurðsson Litlu-Háeyri

Hannes Sigurðsson Litlu-Háeyri

Hannes Sigurðsson bjó einnig á Litluháeyri, og er hans getið áður. Hér verður honum því að litli einu getið, að öðru en því, að hann var lengi utanbúðar við Lefoliiverslun við mælingu salts og kola. Hann var frekar stórvaxinn, fríður sýnum og tígulegur á velli og höfðinglegur, en eigi þótti hann ætíð sem best til fara, því hann gekk lengi vel í „skothaldi“ sem Lefolii kunni eigi við að sjá þjóna sína þannig til fara. Hannes hætti því að nota klæðnað þennan. Hann var að mestu leyti hættur við verslunarstörf sín þegar ég koma að Lefoliisverslun 1886 um vorið, en ég sá hann oft, án þess að kynnast honum að neinu ráði. Ég man naumast til þess að ég sæi konu hans, Guðrúnu Jónsdóttur Hafliðasonar, systur Jóns á Litluháeyri, föður þeirra Sigurðar í Akri, Helga í Nýjabæ og Guðjóns en dætur þeirra, Sigríði er giftist Ólafi Péturssyni hafnsögumanni og Jóhönnu Ingibjörgu er giftist Magnúsi Jónssyni í Hólmsbæ („Madda í Hólmsbæ“) Þorkelssonar snikkara og sem fór til Ameríku 1887, kynntist ég nokkuð, einkum hinni síðarnefndu.

Close Menu