You are currently viewing Eyvindur Jónsson Eyvakoti

Eyvindur Jónsson Eyvakoti

Eyvindur Jónsson í Eyvakoti, var sonur Jóns, er nefndur vari Íri (hinn eldri) því hann var kenndur við Íragerði. Eyvindur var tæplega meðalamaður á hæð og fremur grannvaxinn, ljósleitur og glaðlega kvikur, einn hinn besti formaður þar á Bakkanum og fiskaði vel. Drykkjumaður var hann ekki, heldur duglegur maður sem búnaðist vel. Kona hans var Ingibjörg Jónsdóttir, er lengi var verslunarkona hjá Einari borgara og góðkunningja konu hans, enda átti hún og Eyvindur sonu tvo, Eyvind og Þórð, er voru eftirlifandi mynd Einars, en ólíkir föður sínum, Eyvindi; þeir voru hinir efnilegustu menn, svo ágætlega innrættir og vel að sér um margt, að þeir áttu fáa sína líka. Þeir fórust báðir 7. apríl 1906, ég held með Sophie Weathly.

Ég þekkti þessa drengi vel, sem skólabörn mín og síðar samverkamenn, og elskuleg ungmenni og indælli hefi ég naumast þekkt.

Eyvindur í Eyvakoti, faðir þessara pilta varð sinnisveikur og fyrirfór sér. Var að honum mannskaði mikill og þó eigi síður þessum tveim sonum hans. Þau Eyvindur og Ingibjörg áttu dóttur eina, er Elín heitir og er hún á Eyrarbakka, góð stúlka og vel gefin.