Bjarnþór Bjarnason

Bjarnþór Bjarnason

Á tíu ára ferli þess er þessar línur ritar, sem formaður og í stjórn Ungmennafélags Stokkseyrar, var Bjarnþór í hópi þeirra félaga sem mestur sómi var að. Síðar komst hann til áhrifa í félaginu og formaður þess um nokkurt skeið. Nám sitt sótti hann í Héraðsskólann á Laugarvatni og Flensborg í Hafnarfirði. Heimkominn stundaði hann vinnu á eigin vörubifreiðum ásamt því að
vera stoð og stytta Hoftúnsheimilisins og í fyllingu tímans gerðist hann bóndi í Hoftúni. Stæðsta gæfa Bjarnþórs var þegar hann gekk að eiga Sigþóru Sigurðardóttur frá Svanavatni, og eiga með henni dæturnar Unni, Guðrúnu og Birnu.

Jón Ingvarsson

Close Menu