Axel Þórðarson kennari var póstafgreiðslumaður á Stokkseyri á árunum 1945-1951. Hann tók við af Guðrúnu Sigurðardóttur símstjóra árið 1941 og var símstöðin þá flutt í nýbyggt hús hans, Skálafell. Axel átti mikinn þátt í, að póstur og sími voru sameinaðir og Stokkseyri gerð að póstafgreiðslu árið 1945. Hann fluttist burt árið 1951.