You are currently viewing Árni Tómasson

Árni Tómasson

Árni Tómasson fæddist að Reyðarvatni í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru merkishjónin Guðrún Árnadóttir og Tómas Böðvarsson er bjuggu þar góðu búi. Reyðarvatn var orðlagt  fyrir   gestrisni  og  rausn. Á Reyðarvatni ólst Árni upp og vann hjá foreldrum sínum fram yfir tvítugt. Sigldi þaðan til Danmerkur og vann þar á búgarði til að kynnast ýmsum nýjungum viðvíkjandi landbúnaði. Eftir heimkomuna var hann ráðsmaður á Stóra-Hrauni á búi séra Gísla Skúlasonar.

Hinn 17. júní 1915 kvæntist Árni eftirlifandi komu sinni Magneu Einarsdóttur, Sveinbjarnarsonar útgerðarmanns frá Sandgerði. Hófu þau búskap á hálfri jörðinni Stóra-Hrauni móti séra Gísla Skúlasyni og voru þar í 5 ár. Þá keypti Árni Bræðratungu í Stokkseyrarhreppi. Þar bjó hann alla tíð síðan alls í 56 ár, þar til hann dó.