You are currently viewing Keldnakot

Keldnakot

Keldnakot var hjáleiga frá Brattsholti, og er þess getið fyrst í bændatali 1681. Það var í eyði um skeið eftir stórubólu 1707, því að bólan deyddi fólkið, en grasnautn af býlinu hafði Sturlaugur Ólafsson á Kotleysu. Þess er getið, að kúgildin á Keldnakoti hafi til forna verið fjögur, og má af því marka, að það hefir verið gamalt býli (J arðab. ÁM. Il, 51). Keldnakot fylgdi Brattsholtstorfunni, en hefir nú lengi verið eign svonefnds Melsteðssjóðs, sem er í vörzlum Stjórnarráðs Íslands. Þurrabúð í Keldnakoti var svokölluð Keldnakotshjáleiga, er virðist aðeins hafa verið byggð í fáein ár á síðara hluta 18. aldar.

Leave a Reply