You are currently viewing Bergsstaðir

Bergsstaðir

Þetta nafn var notað um tíma á hjáleigunni Hraukhlöðu, eftir að Bergur smiður Guðmundsson tók þar upp byggð að nýju árið 1843. Bergsstaðanafnið er notað í húsvitjunarbók Stokkseyrarsóknar 1843 og 1844 og aftur á árunum 1851-1856, en náði ekki varanlegri festu, því að þess í milli og jafnan síðan var það nefnt sínu gamla nafni. Sjá að öðru leyti Hraukhlöðu.

Leave a Reply