Sæhvoll
Sæhvoll er byggður árið 1935 af Páli Guðjónssyni bílstjóra, nú í Reykjavík.
Sæhvoll er byggður árið 1935 af Páli Guðjónssyni bílstjóra, nú í Reykjavík.
Sæborg var byggð árið 1904 af Ingimundi Guðmundsyni trésmið, er bjó þar til dauðadags 1936. Litlu síðar var húsið rifið.
Sæból er byggt af Þorsteini trésmið Ásbjörnssyni frá Andrésfjósum á Skeiðum árið 1901. Árið 1903 kom þangað Páll Pálsson frá Efri-Gróf, sonur Guðbjargar Guðmundsdóttur, bústýru Adólfs Adólfssonar á Stokkseyri. Bjó…
Sunnuhvoll er byggður um 1912 af Sigurði Ingimundarsyni kaupmanni. Guðmundur trésmiður Sigurjónsson frá Gamla-Hrauni bjó þar lengi og nú ekkja hans, Guðríður Jónsdóttir frá Túnprýði, Hinrikssonar.
Strönd byggðu þeir svilar Sigurður Hannesson frá Hjalla og Guðni Árnaso n söðlasmiður árið 1896.
Stokkseyri nefndust einu nafni mörg hús, er risu smám saman upp hið næsta Stokkseyrarbæjunum gömlu. Hús þessi voru um 15-20 að tölu, og töldust íbúar þeirra eiga heima á Stokkseyri…
Stokkseyrarselskot var í byggð á árunum 1869-93 og 1897-1900. Það var þurrabúð hjá Vestra-Stokkseyrarseli, einnig kallað Selkot (manntal 1870) eða í gamni Pungur. Kot þetta byggði Sigurður Björnsson, áður bóndi…
Sólskáli er nefndur aðeins árið 1930 og bjó þar þá Hjálmtýr Sigurðsson. Var hús þetta byggt af honum sem sumarbústaður.