17-Aðbúnaður Eyrarbakkaverzlunar
Síðustu dagar einokunarinnar Frá aldaöðli hafði ein hin stærsta og umfangsmesta verzlun landsins verið rekin á Eyrarbakka. Um langt skeið var hún talin meðal hinna illræmdustu einokunarverzlana Dana, er þeir höfðu rekið hér á landi. Lengi vel var hún í höndum kaupmanna þeirra, er áður voru í förum til Finnmerkur, hinna verstu manna við að […]