Adólfshús

Adólfshús

Adólfshús er kennt við Adólf Adólfsson á Stokkseyri. Talið er, að hann hafi byggt hús þetta árið, sem hann sleppti ábúðinni á Stokkseyri, þ. e. 1889, og víst er um það, að hús Adólfs var hið eina þar í hverfinu. sem skattskylt var árið 1890. Adólfshús er því með vissu elzta húsið, sem nú er uppistandandi á Stokkseyri og eftir því, sem næst verður komizt, fyrsta járnvarða timburhúsið, sem þar var reist. Þar bjó Adólf til dauðadags 1913. Þar er nú vöruskemma Jóns kaupmanns Magnússonar. Byggt hefir verið austan við húsið, og er þar verzlunarbúð Jóns.

This Post Has One Comment

Leave a Reply

Close Menu