Árnatóft er talin kennd við Árna nokkurn austan úr Bæjarhrepp, er hafi fengið að stunda silungsveiði í Traðarholtsvatni og gerði sér kofa við vatnið til skýlis. Árið 1859 fekk Sigurður Sigurðsson, síðar í Hraukhlöðu, leyfi til þess að gera sér þarna býli. Stóð þá enn tóftin af kofa Árna, og refti Sigurður yfir hana, og var það bær hans. Síðan bjuggu þar ýmsir þurrabúðarmenn. Árið 1903 byggði Kristján Hreinsson, er bjó þar þá, bæinn upp og kallaði hann Brautarholt, sjá þar.