You are currently viewing Ranakot efra

Ranakot efra

Ranakot efra var hjáleiga frá Traðarholti og er getið fyrst í manntali 1703, en í Jarðabók ÁM. 1708 er það talið gamalt býli. Það var oft kallað Upp-Ranakot eða Efra-Ranakot til aðgreiningar frá Ranakoti í Stokkseyrarhverfi. Einnig var það um nokkurt skeið kallað Stóra-Ranakot til aðgreiningar frá þurrabúð, er þar var í byggð á árunum 1851-1873 og nefnd var Litla-Ranakot.

Ranakot efra var hluti af Traðarholtstorfunni, en varð séreign nálægt síðustu aldamótum. Einar Gíslason í Borgarholti eignaðist það sem erfðahlut konu sinnar, en seldi það árið 1909 Friðriki Bjarnasyni tónskáldi í Hafnarfirði. Fáum árum síðar seldi Friðrik það Páli skólastjóra, bróður sínum, og átti hann það til dauðadags (1938), en síðan ekkja hans, Dýrfinna Gunnarsdóttir. Ranakot efra hefir verið í eyði síðan 1909, en Traðarholtsbændur lengstum nytjað það, og svo er nú.

Leave a Reply