081-Formannavísur frá Íragerðissandi 1900

Formannavísur frá Íragerðissandi 1900

Vísur þessar um formenn, sem reru frá Íragerðissandi 1900, eru eftir Guðión Pálsson í Bakkagerði. Þær eru teknar hér eftir handriti höfundarins, er ég fékk lánað fyrir vinsamlega milligöngu Bergsteins, sonar hans. Einstakar fornannavísur eftir Guðjón, sem prentaðar eru hér síðar, eru eftir því sama handriti.

Benedikt á báru hirti sínum
ferð um hvetur fiskahyl,
formannshetja kjarkmikil.

Báru ljónið leiðir Jón á sjóinn
Íragerði eystra frá,
álma Njörð er gæfan hjá.

Snorri gætinn snekkju lætur vaða
fram á breiðan flyðru mel,
fiskinn deyðir fljótt og vel.

Hannes skeið á skeljungs heiði beitir,
gæfan reynist handgeng hal
hvals um víðan reginsal.

Einar lætur lægis mæta jórinn
hart um skeiða humra bekk,
heppnin greiðir föng hjá rekk.

Leave a Reply