Um aldamótin voru ortar formannavísur um alla formenn, sem þá voru á Stokkseyri, 34 að tölu. Um höfund vísnanna hefir mér ekki tekizt að fá vitneskju. Þær geta í síðasta lagi verið frá vertíðinni 1901, því að þá um vorið flyzt Einar formaður, sem talinn er frá Götu í vísunum, að Aldarminni, en réttara mun, að þær séu frá vertíðinni 1900 og sennilega ortar í tilefni af aldamótunum. Vísurnar eru prentaðar hér eftir handriti Guðmundar Benediktssonar bókbindara í Reykjavík í Lbs. 2882, 8vo.
Núna heyra firðar fá
formenn þá upp talda,
Stokks er eyri færa frá
fleyin dreyra Hafla á.Kom þú, Bragi, og legg mér lið
ljóðin fram að bera,
strax svo hagi stefja klið
stiklulagið glíma við.Fram af hljóða færi eg pall
fljótt að efni bögur,
Hnikars glóða hlynur snjall,
hlusta á óðar gagurt spjall.Kaðlastöðum keyrir frá
keipa mar Eyjólfur
frónið öðu frískur á
firðum glöðum meður sá.Gísli hundi hafnornar
heldur drengjum meður
út á grundir geddurmar
Gíslakundur orkusnar.Hrindir rór á hnísu lón
hefnir Jóhannesar
siglu jóri Sigurjón
sels um kórinn, laus við tjón.Þó að aldan ygli brá,
ára mar Júníus,
seima Baldur Seli frá,
siglir kalda humra á lá.Frá Grímsfjósum fírugur
fiska á setur heiði
svaninn ósa Sigurður,
svinnur ljósa hafnjörður.Fofnis jarðar Freyr eg tel
formann vera góðan,
hann Bernharður hafs um mel
hrafni fjarðar stýrir vel.Frá koti heldur Hafliða
heppni með Sigurður
gnoð á mjeldurs grundina,
gæfan seld er hvervetna.Keyrir fley um fiska slóð
fyrstur hann Sigurður
á helgidegi Hinriks jóð,
hans sú þeygi er breytni góð.
Hinriks ýtir hefnir Jón
hranna vökrum jálki
með ógnar flýti um ýsu lón,
þó aldan spýti að bragna sjón.Húna glaðinn gengur á
Garðs frá húsum Einar
um ufsa vaðið, ýtar tjá,
að sé maður gætinn sá.Lunginn súða Lénharður
leiðir brims á svæði,
á hákarlsbúð er hugaður
horskur úða sólbaldur.Frá Foki Jón umflyðru rann
firða meður knáa
sigla ljóni súða kann,
sviptur tjóni, heppnismann.Bjarni Jónas hefnir hýr
hygginn vaða lætur
um silungs frónið siglu dýr,
sunnu lóna mætur Týr.Um birtings heiði brunar gnoð
bezt Jóns Þorkelssonar,
hvala leiðar löðri þvoð,
lætur breiða út þenja voð.Jón fram dregur dælu hund
djarfur Adólfs kundur,
um stökkuls veg hans stýrir mund,
stórmannlegur er í lund.Pálmar stafna stýrir mar
Stokks frá eyri glaður
út á drafnar öldurnar
og að sér safnar fiski þar.Sonur Gunnars Guðmundur
græðis ríður jálki
áls um brunninn, aldraður
öldu sunnu lárviðurJón á græðis gengur önd,
Gríms er téður arfi,
ekki hræðist hnísu lönd,
hart þó mæði Kári bönd.Stokks frá eyri aldraðan
Adólf nefnir kvæði,
fílinn keyrir kólgu hann
um karfa leirinn ósléttan.Stefán hanann strengja á
stígur drengi meður,
stjórn óvanur, Stardal frá,
stjörnu hrana verinn sá.Siglu hund að sæinum
sjá má líka draga
Hárs með tundurs hlynunum
hann Guðmund frá Móhúsum.Gísli Pálsson gnoð á mar
góða skríða lætur,
um tjarnir áls er talinn snar
Týrinn stáls og vel fiskar.Ingvar flaustur fram setur,
frá er Hvíldarbænum,
sagður hraustur, hugaður
um hrosshvalsnaustið formaður.Strax er þagnar svævar sog
og sverða róa Týrar,
Hellis-Magnús hleypir og
hlunna vagni brims á vog.Bröltir Gísli á báru mar
Brattholts frá hjáleigu,
og við ríslar ýsurnar
elda kvísla vörður snar.Jón með sveina á síla lá
siglir báru fáki
Dvergasteini djarfur frá,
dörrva reynir heppni sá.Strengja kríu Sturlaugs bur
stýrir Jón hugglaður
um þorska dýið þaulvanur,
þó á knýi Hræsvelgur.Vörður klæða Vilhjálmur
virða með frá Gerðum
rakkann flæðar fram dregur
á fiska svæði ótregur.Eyðir sólar öldunnar,
Einar knár frá Götu
lætur ból um laxa snar
lipur róla oft sitt far.Dregur reynir randa snar
Ránar út á móa
með handar steina hlyni rar
holti Einar frá Borgar.Hannes láar leiðir kið
lundur funa ósa
Roðgúl frá með firða lið
fram á bláa kembings hlið.Báru stýra birni kann
Benedikt um græði,
firðar skýra frægan mann,
frá er Íragerði hann.Þórðar arfi þreklegur
þegna Jón með kná
fram á skarfinn flóðs gengur,
firna djarfur sjómaður.Álft á Snorri ára fer
arfi knár Sveinbjarnar,
lætur morra um marhnúts hver,
þá manna þorri róinn er.