020-Afmæliskveðja

Ungmennafélag Stokkseyrar minnist um þessar mundir fimmtíu ára afmælis síns. Það er merks áfanga að minnast. Ungmennafélagshreyfingin spratt af þeim vorhug, sem fór um þjóðina um og upp úr síðustu aldamótum. Þjóðin var að endurheimta sjálfstæði sitt og tekin að skilja vitjunartíma sinn til framfara í frjálsu landi. Hún fann mátt sinn og megin til stórra átaka.

Það var mikil þjóðargæfa, að þá skyldi koma til og þroskast til afreka slík hreyfing, sem ungmennafélögin voru og eru, hreyfing, sem hafin var yfir pólitíska flokkadrætti. Slíkrar hreyfingar var brýn þörf þegar þjóðin tók að skiptast í flokka um innlend dægurmál. Ungmennaféfögin urðu sameiningartákn æskunnar í landinu, bræðralag og vinaband.

Sameiginlega sögu ungmennafélaganna þarf ekki að rifja upp hér – hún er öllum kunn. En hvert félag á sína einkasögu, sögu um viðfangsefni, sem skapast hafa af sérkennum hvers byggðarlags og áhugamálum þess fólks, sem í félaginu hefur verið á hverjum tíma.

Ungmennafélag Stokkseyrar á mikla sögu í þeim skilningi. Eg mun þó ekki rekja hana eða neinn þátt hennar. Það munu aðrir gera, sem kunnugri eru þeirri sögu en ég.

En mig langar til að minna ungmennafélagana á Stokkseyri á það á þessum tímamótum, að enn kallar Ísland á „vormenn” sína. Sjálfstæðisbaráttu hverrar þjóðar lýkur aldrei, og það er eigi síður brýnt trúnaðarstarf að vaka yfir fjöreggi sjálfstæðisins en afla þess, og þrátt fyrir miklar framfarir steðja margvíslegar hættur að. Ungmennafélagar eiga að vera vökumenn þjóðfélagsins. Til þess var þeim í upphafi trúað, og sú skylda hvílir enn á herðum þeirra.

En starfið er fleiri þáttum slungið. Félagsmálin og framfaraþörfin í heimabyggðinni knýja á, og því fastar sem byggðin er minni og fámennari. Þar er starf hvers einstaklings þýðingarmeira en annars staðar, skarðið stærra í fylkinguna eftir hvern og einn, sem víkur sér undan. En þar verður hlutur hvers einstaks manns líka meiri en – í fjölmenni, hann þroskast betur til félagsstarfa og fjölhæfni hans nýtur sín betur. Þar verður hinn sami oft að vinna jafnt að öllum greinum félagslífsins, svo sem leikist, söng og ræðumennsku. Þetta tækifæri til manndóms bjóða ungmennafélögin öllum öðrum félagsskap fremur. Þau treysta félagsstarfi innan ungmennafélagsins í heimbyggð sinni, og þau spor hafa orðið heilladrjúg. Það er afmælisósk mín til Ungmennafélags Stokkseyrar á þessum tímamótum, að það eigi eftir að leiða marga menn hin fyrstu giftuspor á þeirri stofna byggðarlagsins og þjóðarinnar heild.

Margur hefur stigið fyrstu spor sín í braut og missi aldrei sjónar á sameiginlegum markmiðum ungmennafélaganna.

Ég óska Stokkseyringum þess, að ungmennafélagið þeirra og forysta þess vísi æsku byggðarinnar veginn, efli trú hennar á landið og þjóðina og ást á Stokkseyri. Þá mun hin blómlega og vaxandi byggð halda áfram að dafna til meiri menningar og framfara. Stokkseyri á mikil gögn til sjós og lands fengsæl fiskimið og frjósama mold. Byggðin er í hjarta landsins og nýtur kosta rafmagns og góðra samgangna.

Og að lokum vil ég þakka ungmennafélögunum á Stokkseyri margar ánægjulegar samverustundir, þakka vinafundi ungmennafélagsins meðan ég dvaldi á Stokkseyri.

Helgi Ólafsson

Leave a Reply

Close Menu