You are currently viewing Vatnsdalur

Vatnsdalur

Hjáleiga frá Stokkseyri, getið aðeins með þessu nafni í Jb. ÁM. 1708, og segir þar, að hún hafi áður verið kölluð Roðgúll. Vatnsdalsnafnið hefir naumast átt sér langan aldur, því að síðar verður þess aldrei vart. Býli þetta er nefnt Litla-Gata í mt. 1703, og er því nafni haldið, eða einnig MinniGata, allt fram á 19. öld, en þá verður Roðgúlsnafnið ofan á, sjá nánara þar. Vatnsdalur þessi á ekkert skylt við býli það, er svo heitir nú, annað en nafnið eitt.

Leave a Reply