Hann kvæntist vinnukonu Páls og Þorgerðar, Elínu Sæmundsdóttur Kristjánssonar frá Foki. Benedikt var fremur ófríður maður. Hvítleitur, þunnur í vanga og skegglaus að mestu, mjög ljóshærður og söðulnefjaður, skjótur í hreyfingum, fremur lágur vexti og nærri væskilslegur en svo fylginn sér til allrar vinnu og duglegur, að hann var meira en meðalmaður í þeim efnum, bæði til sjós og lands. Þau hjón bjuggu ávalt vel, voru veitul og vinir vina sinna hinir beztu og vel metin en hvorugt þeirra þóttu vera greind, þó eigi komi það að sök því bæði voru þau vönduð og vel um margt hjá þeim. Benedikt var hafnsögumaður, en erlend mál kunni hann ekki, þó fór allt vel, því hann var engu síður aðgætin og athugull, en djarfur, enda mátti telja hann einn hinn fremsta foringja meðal formanna. Hásetar hans voru oftast hinir mestu víkingar, virtu hann manna mest að verðleikum. Íragerðisformennirnir voru áreiðanlega svo góðir stjórnendur og sjósóknarmenn að allir hluti að dást að hugrekki þeirra, trúfestu og snilld og verður þeirra lengi minnst með aðdáun og þakklæti. Benedikt andaðist 26. apríl 1908, 57 ára að aldri