You are currently viewing Gerðar

Gerðar

Gerðar voru hjáleiga frá Stokkseyri, og höfum vér fyrst fundið þeirra getið í Þingb. Árn. 17. júní 1675. Nefnist býlið þar Stokkseyrar-Gerðar til aðgreiningar frá Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi. Einnig kemur fyrir nafnið Út-Gerðar til aðgreiningar frá sama bæ (Min. Gaulv. 1842 í dánarbálki og ef til vill víðar). Á síðari tímum er býlið oft nefnt Gerði í sýslubókum, en það er ekki rétt og mun stafa af því, að menn hafa ekki kunnað við gömlu fleirtölumyndina í karlkyni. Gerðar voru eina Stokkseyrarhjáleigan, sem mad. Þórdís Jónsdóttir hafði ekki selt, þegar hún dó. En á uppboði eftir hana 30. maí 1806 keypti Jón skipasmiður Snorrason Gerðana án nokkurs innstæðukúgildis og annarra húsa en eldhússins fyrir 34 rd. 80 sk. (Bréfab. Árn. 1807, nr. 47). Ekki er unnt að rekja eignarheimildir á Gerðum eftir daga Jóns, en loks sameinuðust þeir aftur Stokkseyrartorfunni og eru nú síðan 1935 eign ríkissjóðs.

Leave a Reply