Árni Jónsson Mundakoti

Árni Jónsson Mundakoti

Árni Jónsson, faðir Helga safnhúsvarðar og Filippínu saumakonu bjó í austasta bænum í Mundakoti. Kona hans var Margrét Filippusdóttir, bæði ættuð úr Rangárvallasýslu. Þau voru búendur góðir og vinnusöm. Árni var fremur lágur vexti en þrekinn, alskeggjaður, jörpu skeggi, fríður sýnum, hælátur og íbygginn, góður vinur vina sinna og afskiftalítill um annarra hægi. Þau voru landsetar Guðmundar á Háeyri, sem engu kom fram meðan Árni lifði, en eftir fráfall hans, leitaðir Guðmundur mjög á þær mæðgur með ágengni og því segir hann í afsökunarbréfi sínu um það (bréfið á ég „að hann hafi ávalt farið vel með þær mæðgur að flatarmáli (!)“ – Hann vildi ná frá þeim kálgarði en þó eigi lækkað eftirgjaldið. ýmsar kýmnisögur eru til um ábúð Guðmundar Ísleifssonar við landseta hans og viðskipti við þá, eins og auglýsingar hans sýna – en þó á ég margar – og bréf frá þeim tímum, en „veldi“ hans stóð þar sem hæst og eru þær einar út af fyrir sig, sæmileg lýsing á „ástandinu“ þá.

Close Menu