Sandfell er byggt árið 1898 af Guðmundi Guðmundssyni, áður bónda á Efra-Seli. Um nafn þessa býlis er þess að geta, að framan af er það ritað Sandfell, enda verður það að teljast hið rétta nafn. Á seinni tímum er alla jafnan ritað Sandferl, sem er auðsæ málleysa, eða jafnvel Sandferill, sem er tilraun til að leiðrétta þá málleysu.