Vinaminni er byggt árið 1898 af Jóni Sturlaugssyni, síðar hafnsögumanni, og bjó hann þar til dauðadags 1938. Nafnið er svo til komið, að Jón bauð nokkrum kunningjum til sín, þá er húsið var fullgert, þar á meðal Ólafi kaupmanni Árnasyni. Áður en þeir skildust, sló Ólafur því fram að kalla húsið Vinaminni til minningar um vinafund þennan, og það varð.