Verkefnið

Árið 2011 voru liðin 70 ár frá andláti Ísólfs Pálssonar tónskálds frá Stokkseyri. Í fórum afkomenda hans lágu fjöldi handrita af tónsmíðum Ísólfs svo og ýmsum skrifum hans sem fæst hafa verið birt áður. Meðal gagna þar voru tæp 200 tónsmíðar með eigin hendi og fjöldi þeirra í útsetningu sonar hans, Páls Ísólfssonar. Er því hér um mikinn fjársjóð að ræða sem fyrst kemur fyrir augu almennings nú, öll komin úr höfundarrétti.

Afkomendur Ísólfs beittu sér fyrir því að hægt væri að tölvusetja allar tónsmíðarnar og var sú vinna unnin af Gylfa Garðarssyni auk þess að gera hljóðskrár af einstökum lögum. Um nákvæman yfirlestur handrita og nótnasetningar sá Smári Ólason og Gunnlaugur Snævarr las allan kveðskap sem í tónsmíðunum birtist. Þá vann Smári Ólason nákvæma greinagerð um verkefnið sem birtist hér.

Hér má skoða og hlýða á, í stafrænni hljóðgerð úr nótunum öll lögin hvert um sig, en einnig hefur Gylfi mótað öll lögin í bók sem hér birtist sem eitt skjal.

Verk þetta hefur verið unnið undir ötulli stjórn Ingimars Sigurðssonar, sonar Sigurður Ísólfssonar fyrrum organista í Fríkirkjunni ásamt hóp afkomenda og fjölskyldumeðlima að verkinu sem eru:

Grétar Sigurbergsson
Halldór Sigurðsson
Hrönn Hafliðadóttir
Kristín Arnardóttir
Salbjörg Bjarnadóttir og
Þuríður Ísólfsdóttir

Með birtingu þessari er öllum sem vilja heimilt að flytja og njóta allra þeirra tónsmíða sem eru höfundarverk Ísólfs Pálssonar tónskálds án sérstaks leyfis.

Uppsetning á vef: Bjarki Sveinbjörnsson

Leave a Reply

Close Menu