You are currently viewing Útgarðar

Útgarðar

Útgarðar eru byggðir árið 1870 af Guðnýju Kjartansdóttur, ekkju Einars Loftssonar í Ranakoti, en nafnið kemur fyrst fyrir við húsvitjun 1874. Fyrst er býli Guðnýjar kallað Móhúsahjáleiga (manntal og húsvitjun 1870), en síðan um tíma einungis Móhús. Í sveitarbók Stokkseyrarhrepps 1873-74 er býlið kallað Ölhóll, en næstu tvö árin einungis Hóll. Í húsvitjun 1874 er býlið fyrst nefnt Útgarðar, og er því haldið þar síðan og einnig í sveitarbókinni frá 1877. Ekki er að efa, að allt er þetta eitt og sama býlið, því að alltaf er ábúandinn sá sami. Í Útgörðum bjuggu meðal annarra Bárður Diðriksson, Guðmundur Steindórsson og Magnús Kristjánsson mormóni. Útgarðar eru annað elzta þurrabúðarbýli, sem nú er í byggð á Stokkseyri, annað en Móakot.

This Post Has One Comment

Leave a Reply