Unhóll er byggður árið 1898 af Jóni Benediktssyni frá Unhól í Þykkvabæ, og gerði hann sér fyrst bæ þar, sem verið hafði sjóbúð Jóns Guðmundssonar á Gamla-Hrauni. Árið 1901 kom þangað Jón Gíslason austan úr Þykkvabæ. Rifu þeir þá bæinn, en reistu í staðinn saman timburhús það, sem enn stendur. Sonur Jóns Gíslasonar er Einar Marel stúdent og skáld í Reykjavík.