You are currently viewing Þingdalur

Þingdalur

Þingdalur er nefndur fyrst sem íbúðarhús árið 1907, og bjó Edvald Möller verzlunarmaður þar í fáein ár. Hús þetta var í rauninni skúr eða útbygging, áföst við Ólafshús, er síðar nefndist Helgahús, sjá þar. Þingdalur var annars gamalt örnefni, dregið af því, að þar var hinn forni þingstaður Stokkseyrarhrepps. Hans sér nú enga staði framar, því að dalurinn eða lægðin hefir öll verið fyllt upp smám saman og að fullu, er Alþýðuhúsið var byggt.

Leave a Reply