Sjónarhóll er bæjarþorp sem reis upp fyrir og eftir aldamótin síðustu. Fyrstu tvö húsin voru byggð árið 1897 af þeim Sigurði Bjarnasyni, sem var í Búð, og Sigurði Magnússyni frá Háfshól í Holtum, en þriðja árið 1899 af Halldóri Magnússyni, bróður Sigurðar. Nefnast þessi þrjú hús enn í dag Sjónarhóll án frekari aðgreiningar. Um og litlu eftir aldamótin bættust önnur þrjú hús við, en þau voru bráðlega aðgreid með sérstökum nöfnum: Bakki, Eiríksbakki og Jaðar, sjá þar.