You are currently viewing Pálsbær

Pálsbær

Pálsbær mun vera kenndur við Pál Gíslason Thorarensen frá Ásgautsstöðum. Nafnið kemur fyrst fyrir í formannavísum frá 1891 og er upphaflega sami bær sem Tjörn, sjá þar. Eru þessi nöfn notuð á víxl um nokkurt skeið, en smám saman festist Pálsbær við eitt býli, en Tjörn við annað. Í Pálsbæ bjó í nokkur ár Guðmundur Snorrason frá Eyði-Sandvík, Bjarnasonar í Eystra-Stokkseyrarseli, orðlagður ræðari. Hann fluttist til Hafnarfjarðar 1901. Einu sinni lenti hann í kappróðri á Suðurnesjum og reri vík á keppinauta sína. Þá sagði Guðmundur: ,,Svona var nú róið í Stokkseyrarsjónum.“ Guðmundur átti síðast heima í Reykjavík og dó þar.

Leave a Reply