You are currently viewing Nýlenda

Nýlenda

Nýlenda var þurrabúð í Traðarholtslandi. Hún var einnig kölluð Litla-Árnatóft og stundum í gamni Upphleypa. Var það nafn dregið af því, að kotið var hækkað upp, vegna þess að vatn flæddi inn í það. Nýlendu er getið á árunum 1888-92, og bjó þar þá Eiríkur Arnoddsson, áður bóndi í Ranakoti efra. Aftur var Nýlenda í byggð á árunum 1903-07, en síðastnefnt ár fór hún í eyði, er Sigurður Jónsson, sem þar bjó þá, fluttist að Eystri-Rauðarhól.

This Post Has One Comment

Leave a Reply