You are currently viewing Móakot

Móakot

Móakot höfum vér fyrst séð nefnt í Bréfab. Ám. 1789, og bjó þar þá Brandur Magnússon, áður bóndi í Eystri-Rauðarhól. Næst er Móakot í byggð á árunum 1825-30, og bjó þar þá Guðný Jónsdóttir, ekkja Jóns Brandssonar yngra frá Roðgúl. Eftir það fór kotið enn í eyði, en árið 1864 byggði Ólafur Jónsson frá Brattsholtshjáleigu, Guðmundssonar, það upp að nýju og bjó þar til æviloka og Grímur, sonur hans, eftir hann. Hefir ábúð eigi slitnað þar síðan, og er Móakot því elzta þurrabúð á Stokkseyri, sem nú er í byggð.

This Post Has One Comment

Leave a Reply