Þórður fæddist að Kolsholtshelli í Villingaholtshreppi í
Árnessýslu 16. apríl 1886, sonur Jóns Þorsteinssonar járnsmiðs og konu hans, Kristínar Þórðardóttur frá Mýrum í Villingaholtshreppi. Hann fluttist með foreldrum sínum til Stokkseyrar árið 1891 og ólst þar upp. Þórður réðist um fermingaraldur í þjónustu Ólafs Árnasonar kaupmanns og valdi sér þar með ævistarf. Ólaf ur seldi verzlun sína kaup félaginu Ingólfi árið 1907, og vann Þorður svo þar sem bókhaldari og fulltrúi, unz Ingólfur hætti störfum upp úr 1920.