Sveinn Einarsson múrari, bróðir Jóns í Mundakoti og faðir Einars Sveinssonar byggingameistara, bjó einnig í Sandprýði. Voru þeir frændur, Ólafur og Sveinn og líkir um margt: Báðir báru þeir einkenni þeirra Skaftfellinga í stöðuglyndi, frjálsri framkomu, einurð og glaðlegu viðmóti og var Sveinn þó enn glaðlegri og viðmótsþýðari. Kona hans var Jórunn Ólafsdóttir, Gíslasonar frá Breiðumýrarholti og Steinunnar Jónsdóttur, Þorsteinssonar formanns frá Roðgúl. Þau Sveinn og Þórunn fluttust til Reykjavíkur og þar býr Sveinn enn við sæmilega heilsu, en Þórunn er dáin fyrir nokkrum árum.