You are currently viewing Ólafur Gíslason

Ólafur Gíslason

Ólafur Gíslason í Götuhúsum og Guðbjörg Sigurðardóttir, er síðar giftist Ingimundi Sveinssyni (Fiðlu-Mundi), bróður Kjarvals var lengi utanbúðarmaður við Lefoliiverslun, ábyggilegur maður mjög og trúverðugur í öllu.

Hann var af meðalstærð, þéttvaxinn, ljósleitur og fríður sýnum. Hann var bróðir Margrétar, konu Bjarna bróður míns, en þau voru börn Gísla Guttormssonar frá Hafliðakoti. Guðbjörg kona Ólafs var ættuð úr Vestmannaeyjum, myndarleg kona og vel að sér; einkum var hún oft fengin til að standa fyrir matreiðslu í öllum meiri háttar veislum; sýndi hún í því sem öðru, bæði dugnað mikinn og myndarskap.

Börn þeirra voru þrjú, Bjarni bókbindari hér í Reykjavík, Ólafur verslunarmaður hjá Brynjólfsson & Kvaran  og Kristín, er andaðist á unga aldri, eins hún bezta stúlka og efnilegasta er ég hefi þekkt. Hún var mjög lík föður sínum og með afbrigðum fríð stúlka sýnum. Hún andaðist 9. júlí 1899, að eins 15 ára að aldri, en Ólafur, faðir hennar tæpu ári áður, eða 28. júlí 1898, 39 ára. (f. 7/6 1859)