You are currently viewing Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir

Systir Einars borgara var Margrét, móðir Jóns Jónssonar á Hlíðarenda, föðurbróður míns. Jón er enn á lífi nærri 92 ára (f. 7. ág. 1880). Önnur systkini Einars voru þau Grímur í Glákoti, faðir Sigurðar á Borg, er drukknaði 25. mars 1891 og Hákonar. Systir Einars var Þuríður, móðir Gríms Bjarnasonar Sigurðssonar í Nýborg á Stokkseyri. Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi var lengi kennari Sigfúsar Einarssonar og áttu þeir vel saman, Brynjólfur og Einar, enda ávalt bestu vinir.