You are currently viewing Magnús Jónsson Sölkutóft

Magnús Jónsson Sölkutóft

Magnús Jónsson í Sölkutóft var gamansamur karl; það var oft í gamni að hann sagði við þann sem hann talaði við, þegar hann var hýr af víni „Tiss-boran þín“ og spýtti út úr sér tóbakslögnum til beggja hliða (þetta „tiss“ var stytting annars orðs, er allir þekkja). Sonur hans var m.a. Guðmundur í Sölkutóft, dugnaðarmaður hinn mesti og útgerðarmaður, kvæntur Halldóru Sigurðardóttur frá Naustakoti; meðal barna þeirra er Guðmundur verkamaður í Reykjavík.