Móðir Jónasar var Þóra Þorvarðardóttir (fædd 1877, dáin 1950) Guðmundssonar (fæddur 1841, dáinn 1899) hreppstjóra í Litlu-Sandvík, Sandvíkurhrepp. Kona Þorvarðar var Svanhildur Þórðardóttir (fædd 1841, dáin 1925). Þóra Þorvarðardóttir giftist árið 1903 Jóni Jónassyni (fæddur 1861, dáinn 1945) Jónssyni frá Keldnakoti í Stokkseyrarhrepp. Kona Jónasar hét Jarþrúður Guttormsdóttir Magnússonar frá Neistakoti á Stokkseyri. Jón Jónasson var verslunarmaður og hreppstjóri á Stokkseyri og reisti hús sitt, Jónshús, skammt ofan við sjóvarnargarðinn og höfhina, þar sem nú stendur Hraðfrystihús Stokkseyrar. Árið 1929 brann Jónshús til grunna og misstu þau Þóra og Jón mikið af eigum sínum. Fljótlega eftir brunann, um haustið 1930, fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar til dauðadags. Þóra og Jón áttu sex
börn og eru tvö þeirra á lífi, þau Ásta og Svanþór. Hin systkinin voru: Stefanía Sigríður (fædd 1904, dáin 1914), Þorvarður fæddur 1906, en hann drukknaði í innsiglingunni að Stokkseyrarhöfn þegar vélbáturinn Atli fórst árið 1922; Jónas útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum (fæddur 1905, dáinn 1971), auk Jarþrúðar.