You are currently viewing Jóhannes Árnason Stéttum

Jóhannes Árnason Stéttum

Jóhannes var ágætur skipasmiður og kom hann, ásamt Hallgrími á Borg nýju og betra lagi á róðraskipin þar eystra; mun það að nokkru leyti hafa verið miðað eftir skapa-lagi þeirra Þórðar í Gróttu o.fl. en smíðuðu 2 eð 3 skip fyrir Guðmund á Háeyri veturinn 187-78; þó er ég ekki vissum að þetta sé rétt, því að um líkt leyti eða 1878 smíði Jóhannes tvíróið skip fyrir föður minn, og var það með líku lagi og skip Þórðar og síðan þeirra Jóhannesar og Hallgríms. Skip þessi voru viðtakagóð og betri en þau er áður tíðkuðust  einkum í brimi, framstefnið var beint (áður bogið) fram á við og setti það betri og myndarlegri „svip“ á skipið.

Jóhannes á Stéttum var hár maður vexti, ívalur og gildur, með fremur stórskorið andlit og einkum nef, ljósleitur á hár og skegg (lítið) og myndarlegur á velli. Sjóbúð hans stóð á Grímsfjósatúni, vestanverðu; hann var athugull og ágætur formaður um mörg ár, í meðallagi aflasæll og hafði þó eigi ávalt miklu úrvalaliði á að skipa. Þótt Jóhannes væri nokkuð fyrirverðarmikill við vín, var hann óádeilinn við aðra og afskiftalítill, enda naut hann vinsælda manna og þau hjón bæði.