Helgi Jónsson frá Litluháeyri, einn hinna góðkunnu Litluháeyrarbræðra, bjó og í Nýjabæ. Kona hans var Guðrún, dóttir Guðmundir á Gamla hrauni (sjá Bergsætt bls. 369). Helgi var eins og þeir bræður allir, „stillingarljós“ hið mesta, formaður og sjósóknari bæði ár á Eyrarbakka, en þó einkum í Þorlákshöfn. Hann var meðalmaður að vexti, dökkhærður og fríður sýnum. Meðal barna þeirra er hinn ötuli sjósóknari Jón, sem oftast hefur haft útræði sitt í Sandgerði.