Guðmundur Guðmundsson bóksali Péturssonar bókbindara frá Minna-Hofi kom til Eyrarbakka nálægt 1874-5 og var þar barnakennari um nokkurra ár. Bjó hann þá í barnaskólanum þar, a.m.k. 1877-78, er ég var þar í skóla um fjögurra mánaða skeið. Síðara byggði hann hús sitt gegnt „Húsinu“, en Thorgrímsen og Nielsen bjuggu í og lifði hann þar þangað til hann fluttist hingað suður til Reykjavíkur. Fyrri kona hans var Ástríður Guðmundsdóttir, systir Steins á Hofi og Magnús í Kotvelli, en síðari kona hans er Snjólaug Sveinsdóttir, ljósmóðir.
Um mann þennan mætti margt gott segja, en þar sem ég minntist hans nokkuð við fráfall hans fyrir 5 árum (hann andaðist 25. apríl 1937), þá þarf ég eigi að endurtaka það. Aðeins vildi ég hér bæta nokkrum orðum við það, sem lýsingu á útliti hans og öðru því, er eigi átti við, að láta getið í minningargrein um hann ný látinn.
Guðmundur bóksali var af meðal stærð, lotinn í herðum, með svart hár og skegg, dökkbrún augu og andlit frítt; magurleitur var hann í andliti og holdgrannur, nefið fremur þunnt og eigi hátt og þó var útlit hans skarplegt, augun snör og gáfuleg, enda var hann góðum gáfum gættur, iðjumaður hinn mesti og svo hraðvirkur við skriftir sem víða er að sjá á bókum Lefoliiverslunar og óvíða fegurri, hvort sem hann flýtti sér að skrifa eða fór hart að því, að segja mátti að hann ritaði á við tvo menn aðra. Hann var skáldmæltur vel og safnaði ógrynnum af kvæðum, ljóoðum og sögum eftir sjálfan sig og aðra, en engu örðu en því, sem fagur var og gott, jafnvel þótt kýmilegt væri. Hann var kvikur á fæti og eldsnar í hreyfingum, oftast alvörugefinn, en glaður þó.
Sem kennari var hann bæði alvörugefinn og strangur, en þá þótti mér og öðrum, er undir hann voru gefnir, vænt um hann og af honum lærði ég bezt, að kenna öðrum, hvernig sem mér þó kann að hafa tekizt að notfæra mér það.
Heimilislíf Guðmundar í báðum hjónaböndum var hið ástríkasta og til fyrirmyndar, enda voru börn hans öll hin ágætustu.
Trúverðugri mann í stöðu sinni og gagnlegri en Guðmundur bókari var, mun torveldlega að finna, né skylduræknari. Tilfinnamaður var Guðmundur, en sýndi þó þrek mikið er á móti blés, einkum við missi fyrri konu sinnar og hinna ástríku sona þeirra, Ástmundar og Hans Baagve, en með sanni mátti um segja að væri ævið jafnanlega góðir drengir og gáfaðir.