You are currently viewing Gísli Pétursson

Gísli Pétursson

Gísli Pétursson læknir bjó í steinhúsi því er hann byggði sunnan við götuna, gegnt húsi Þórdísar og voru þau góðir nágrannar, samanmælis í stjórnmálum og því, að líða fæsta aðra lækna þar á Bakkanum en hann, einkum Lúðvík Nordal o.fl. Lítið orð fór af læknisstörfum Gísla, en konu hans og börnum var margt vel gefið; var hún ættuð úr Þingeyjarsýslu (frá Húsavík) og lifir hún enn.