Frímann Wilhelm Jónsson, bróðir Ísaks, bjó í Garðbæ. Kona hans var Ingibjörg Jónsdóttir, systir Odds í Lunandsholti [?], en börn þeirra Wilhelm Frímann afgreiðslumaður milli ferða skipsins Laxfoss, sem kvæntur er dóttur Runólfs Runólfssonar er lengi var í Norðurtungu, og Karen er giftist Jóni Sigurðssyni fangavarðar Jónssonar, en þau voru foreldrar Sigurðar flugmanns. Bæði þessi börn Fríma Jónnnsssonar voru efnileg mjög og góð, vel gefin og mannkostum gædd, eins og þau áttu kyn sitt til að rekja, einkum móðurinnar og enda föður síns líka, því hann var góður maður og gegn, nettmenni og reglusamur og stilltur í framgöngu. Hann dó ungur frá börnum sínum ó ómegð, og sýndi ekkja hans þá, að mikið var í hana spunnið, enda varð henni vel til sökum mann gæða hennar sjálfrar og myndarskap, því efnin voru smá og því oft þröngt í búi. Frímann hafði lært trésmíði, var ástundunarsamur maður og vel að sér í sinni iðn.
Frímann var ólíkur þeim bræðrum sínum, Kristófer og Ísak bæði í sjón og í reynd; hann var maður í hærra lagi, ljósleitur á hár og hörund, fríður sýnum, nefstór nokkuð, með blá augu, greindarleg; bauð hann af sér góðan þokka, var glaðlegur og kýminn í svörum, en á græsku.